.

Rafefling sinnir öllum helstu verkum á sínu fagsviði, bæði hvað varðar íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði.

 

-          Almennar raflagnir

-          Tölvulagnir

-          Símalagnir

-          Sjónvarpslagnir

-          Lagnir fyrir öryggiskerfi

-          Ljósleiðaralagnir

-          Ljósaskreytingar á húsum og í görðum (sett upp/tekið niður)

-          Hönnun raflagna

 

Starfsmenn Rafeflingar hafa áralanga reynslu af  nýlögnum og viðhaldsverkefnum sem og af vinnu sérhæfðari verkefna. Þetta gerir það að verkum að við getum á ábyrgan hátt tekið að okkur öll þau verk sem eru á okkar fagsviði.

 

Verkefni Rafeflingar taka í senn til nýlagna þar með talið við að setja upp frá grunni lagnakerfi fyrir rafmagn, tölvusamskipti og fleira en jöfnum höndum sinnum við viðhaldsverkefnum á okkar fagsviði.

 

Alhliða þjónusta okkar tekur til bæði smærri sem stærri verka þar með talið útköllum vegna bilana á öllum tíma sólarhrings.

 

Í tilfellum viðhaldsverkefna til lengri tíma bjóðum við upp á hagstæða samninga þar sem tillit er tekið til í senn árafjölda og árlegs umfangs.  

Verk eru ýmist unnin samkvæmt tilboðum eða í tímavinnu, ykkar er valið.

 

Við hvetjum ykkur til þess að hafa samband til að fá svör við spurningum sem varða verk sem þið eru að velta fyrir ykkur. Notið ykkur til þess tölvupóstviðmótið í flipanum “Hafa samband / Ósk um tilboð” eða hringið í okkur í síma: 555 4030 eða 894 2043.

.

.

.