.

Rafefling nýtur þess í störfum sínum að starfsmenn fyrirtækisins hafa öðlast víðtæka reynslu af verkum á fagsviði rafvirkjunar. Þannig byggir fjölbreytt og traust þjónusta okkar auk fagmenntunar á uppsafnaðri reynslu frá almennum verkum smáum sem stórum og frá vinnu við sérhæfðari verk.

 

Almennu verkefnin

Í starfsemi Rafeflingar byggjast almennu verkefnin á vinnu við raflagnir, tölvulagnir og þess háttar verk í íbúðarhúsnæði og  atvinnuhúsnæði.  Slík verk eru umfangsmest í okkar starfi, bæði nýlagnir og viðhaldsvinna, einkum á höfuðborgarsvæðinu. Jaðarverkefni af almennum toga eru fyrst og fremst árstíðabundin verk sem varða ljósaskreytingar garða og húsa.

Af stærri almennum verkefnum má nefna að Rafefling þjónustar Kópavogsbæ varðandi samningsbundin verk á sínu fagsviði.

 

Sértækari verkefni

Rafefling hefur árum saman sinnt sértækari verkefnum af ýmsum toga samhliða almennum verkefnum. Nefna má að við sáum um raflagnir fyrir Jarðboranir hf á vinnusvæðum þeirra vegna vinnu þeirra við að virkja gufuafl fyrir Hellisheiðarvirkjun. Við höfum árum saman sinnt nýlögnum og viðhaldsvinnu fyrir sendiráð og einnig má nefna viðamikil verk við lagningu raf- og tölvulagna í ýmis bankaútibú. Af sértækara taginu má einnig nefna lagningu rafmagns að skráningastöðvum rannsóknaaðila í vistfræðirannsóknum.

 

Rafefling er stolt af sínu starfi sem skilað hefur fyrirtækinu í framvarðasveit þjónustuaðila á okkar sviði. Þessi staðreynd og verðlagning okkar hefur gert það að verkum að viðskiptavinir okkar halda tryggð við okkur og orðið til þess að stærri aðilar sem í senn þurfa að tryggja fagmennsku og aðhald í rekstri hafa séð ástæðu til þess að gera langtíma þjónustusamninga við okkur. 

..